top of page

Ég heiti Agnes Sif Agnarsdóttir og er 29 ára gömul. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en flutti árið 2012 til Noregs með manninum mínum og börnunum okkar tveimur. Ég útskrifaðist úr Borgarholtskóla af félagsfræðibraut á 2006 og tók mér svo skólafrí um stund. Ég hóf fyrst nám í sálfræði en komst svo að því að hún átti ekki eins vel við mig og ég hefði haldið. Haustið 2010 hóf ég því nám við uppeldis og menntunarfræðibraut og er mjög ánægð með að hafa tekið ákvörðun um að skipta um námsleið. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á uppeldi og áhrifum þess á mótun einstaklinga og þess vegna á þetta nám vel við mig. Mín helstu áhugamál eru að eyða tíma með fjölskyldunni minni og skapa skemmtilegar minningar saman, útivera og ferðalög.

 

Vinátta er að mínu mati afar mikilvæg fyrir okkur mannfólkið þar sem við erum í eðli okkar félagsverur. Börn byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í félagslegum samskiptum og sum börn hljóta miklar vinsældir á meðal jafnaldra, á meðan önnur börn virðast ekki njóta eins mikillar velgengni í félagslegum samskiptum. Félagsleg staða barna á meðal jafnaldra sinna er mikilvægt umfjöllunarefni þar sem afleiðingar af slæmri félagslegri stöðu þeirra geta orðið alvarlegar. Dæmi um slæma félagslega stöðu er einelti og það getur leitt til mikillar vanlíðunar á meðal þolenda þess. Í ritgerðinni minn er markmiðið að komast að niðurstöðu um það hvaða þættir í skapgerð, umhverfi og uppeldi, geta aukið vinsældir barna á skólaaldri meðal jafnaldra sinna. Ég vona niðurstöðurnar geti gagnast þeim sem vinna með börnum og foreldrum til þess að stuðla að góðri félagslegri stöðu viðkomandi barna.

Hverjir eru helstu þættir sem geta aukið vinsældir barna á skólaaldri á meðal jafningja sinna?

Agnes Sif Agnarsdóttir

Leiðbeinandi: Eyrún María Rúnarsdóttir

  • Twitter Clean
  • Facebook Clean

© 2014 Ráðstefna

bottom of page