top of page

Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hóf nám í Borgarholtsskóla eftir að grunnskóla lauk. Ég útskrifaðist þaðan með stúdentspróf vorið 2009. Um haustið lá leið mín í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Haustið 2011 ákvað ég að setja hjúkrunarfræðina á bið og skráði mig í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla. Stefnan er sett á áframhaldandi nám í tengslum við uppeldis- og menntunarfræði. Námið býður upp á óteljandi möguleika og því er valið erfitt.

 

Erindi mitt á ráðstefnunni er hluti af BA-verkefni mínu sem unnið er í samvinnu við Karenu Kjartansdóttur. Verkefnið er samþætt af fræðilegum heimildum og eigindlegri rannsókn sem fjallar um upplifun og reynslu mæðra á atvinnumarkaði að því að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og að lögbundnum leikskólaaldri barna þeirra. Erindi okkar á ráðstefnunni nefnist Atvinnuþátttaka að loknu fæðingarorlofi - Samhæfing ólíkra þátta. Ég mun taka fyrir fræðilega hluta verkefnisins. Þrátt fyrir frjósemi íslenskra kvenna, þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að íslensk stjórnvöld leggja minna fé til velferðarmála en nágrannaþjóðir okkar til málefna sem varða börn og fjölskyldur þeirra. Með setningu jafnréttislaga var stórt skref stigið fyrir konur, bæði á sviði menntunar og atvinnutækifæra, en stærsti sigurinn var ef til vill rétturinn til fæðingarorlofs. Konur eru nú meirihluti nemenda við Háskóla Íslands og menntun þeirra hefur skilað sér út í atvinnulífið, í hærri launum og aukinni ábyrgð. Mæðrum getur reynst erfitt að samtvinna fjölskyldulíf og atvinnu, og getur ástæðan verið sú að velferðarkerfið sem við búum við komi ekki nógu vel til móts við þarfir foreldra á atvinnumarkaði.

Atvinnuþátttaka að loknu fæðingarorlofi

Samhæfing ólíkra þátta

Drífa Sveinbjörnsdóttir

Leiðbeinandi: Inga Guðrún Kristjánsdóttir

  • Twitter Clean
  • Facebook Clean

© 2014 Ráðstefna

bottom of page