


Þróun og menningarmunur á uppeldisháttum foreldra
Ég heiti Anika Rós Guðjónsdóttir og er 29 ára gömul, unnusta og þriggja barna móðir. Ég er alin upp í Keflavík og var alla mína skólagöngu þar. Ég útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í desember 2010. Haustið 2011 hóf ég nám í Háskóla Íslands við uppeldis og menntunarfræðideild og vissi strax að þetta nám ætti vel við mig. Góð vinkona mín benti mér á þessa námsleið og hófum við námið saman. Fyrir utan áhuga minn á uppeldi og börnum hef ég mikinn áhuga á hreyfingu og mataræði. Ég stunda Crossfit og legg mikla áherslu á hreyfingu barna minna.
Í gegnum tíð og tíma breytast uppeldisáherslur samfélagsins. Með tíma og þekkingu mótast allar væntingar og vonir sem foreldrar hafa fyrir börn sín. Foreldrar meðtaka skilaboðin um uppeldishætti í gegnum fjölskyldu og vini, sérfræðinga og fjölmiðla svo dæmi séu tekin. Uppeldi barna hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðastliðnum hundrað árum og byggist, að hluta, á þeim tíðaranda sem ríkir hverju sinni. Ein áhrifamesta kenningin um uppeldisaðferðir er eftir Diönu Baumrind en hún greindi uppeldisaðferðir foreldra í þrjá flokka, skipandi, leiðandi og eftirlátslausa foreldrar. Uppeldishættir verða fyrir miklum áhrifum frá þjóðerni og kynþáttum einstaklinga og eru þannig mismunandi eftir samfélögum og menningu. Hver fjölskylda fer eftir sínum uppeldisarfi sem hefur verið viðgangandi í hugsun, málfari, gjörðum og viðbrögðum í gegnum kynslóðirnar. Í verkefninu verða uppeldisaðferðir Baumrinds kannaðar í margvíslegum menningum og áhrif hvers flokks fyrir sig á börn.
Hafa ber í huga að nútímakenningar geta ekki af sér endanlegar lausnir í uppeldismálum. Kenningar eru notaðar til gagns og geta gefið hugmyndir en eru ekki endilega allar réttar eða nýtanlegar. Uppalendur þurfa að taka ákvarðanir eftir sinni eigin sannfæringu því engin kenning leysir þá undan efasemdum eða ákvarðanatöku sem varða barn þeirra.
Anika Rós Guðjónsdóttir
Leiðbeinandi: Eyrún María Rúnarsdóttir
