top of page

Ég er 26 ára, fædd og uppalin í Reykjavík. Ég ólst upp í Grafarvoginum og þykir mjög vænt um hann. Var alla tíð í sama grunnskólanum og hélt svo í Borgarholtsskóla að grunnskóla loknum. Þar dvaldi ég í 5 ár og lauk þremur námsbrautum. Útskrifaðist fyrst 2007 þá hafði ég lokið Félagsliðanum og svo aftur 2009 þá með Stúdentspróf. Ég hóf svo nám við Háskóla Íslands í Uppeldis– og Menntunarfræðum á vorönn 2012. Menntakerfið hefur alltaf verið mér ofarlega í huga. Hef sterkar skoðanir á því hvað mætti betur fara og ákvað að nýta eldmóðinn í skrif þessa verkefnis.

 

Áhugasvið mitt liggur innan Menntavísinda, þess vegna ákvað ég að skrifa um menntakerfið. Þar sem skólaskylda er á Íslandi, er mjög mikilvægt að menntakerfið sé þannig í stakk búið að hverjum og einum líði sem best innan veggja menntastofnana og að hver og einn eigi jafn mikla möguleika að ná sínum besta árangri í námi. Með það að leiðarljósi verður skoðað hvort núverandi menntakerfi sinni hlutverki sínu sem skyldi og uppfylli þær kröfur sem til þess eru gerðar. Menntakerfið hefur tekið litlum sem engum breytingum í gegnum tíðina. Til að komast nánar ofan í ástæður þessa, verður saga og þróun menntamála á Íslandi skoðuð með tilliti til samfélagsbreytinga síðustu 20 ára. Það er ljóst að miklar breytingar hafa orðið, bæði hvað varðar tækniþróun og breytingar hjá nemendahópnum á getu og þörfum svo dæmi séu tekin. Hafa kröfur samfélagsins breyst hraðar en kröfur til menntakerfisins og er jafnvel hægt að finna kerfi sem hentar nútímanum betur en núverandi menntakerfi? Þessum spurningum verður reynt að svara.

Menntakerfið

Hildur Dís Jónsdóttir Scheving

  • Twitter Clean
  • Facebook Clean

© 2014 Ráðstefna

bottom of page